A xel Bóasson kylfingur úr Keili komst í gær í gegnum niðurskurð eftir annan keppnisdag af þremur á Nordic League atvinnumótaröðinni á Spáni. Hann lék á 74 höggum og er samtals á 6 höggum yfir pari í 46. sæti eftir tvo daga.
A xel Bóasson kylfingur úr Keili komst í gær í gegnum niðurskurð eftir annan keppnisdag af þremur á Nordic League atvinnumótaröðinni á Spáni. Hann lék á 74 höggum og er samtals á 6 höggum yfir pari í 46. sæti eftir tvo daga. Þriðji og síðasti hringurinn er leikinn í dag.

Serbneski framherjinn Vladimir Tufegdzic er genginn í raðir knattspyrnuliðs Víkings á ný. Tufegdzic fékk félagaskipti í gær og verður því löglegur í leik Víkings gegn Grindavík í Lengjubikarnum í kvöld. Tufegdzic lék með Zemun í Serbíu í vetur. Félagaskipti serbneska framherjans hafa því legið í loftinu og nú hafa þau verið staðfest. Tufegdzic gekk í raðir Víkings um mitt síðasta sumar og stimplaði sig rækilega inn í Pepsi-deildina með því að leggja upp fjögur mörk í 7:1 sigri á Keflavík. Tufegdzic skoraði síðan þrjú mörk og lagði sex mörk til viðbótar en fór til Zemun áður en tímabilinu lauk.

Varnarmaðurinn reyndi Tryggvi Sveinn Bjarnason hefur fengið sig lausan undan samningi við knattspyrnudeild Fram en hann var samningsbundinn félaginu út þetta keppnistímabil. Tryggvi hefur leikið með Fram undanfarin tvö ár, í úrvalsdeildinni 2014 og í 1. deildinni á síðasta ári.