Verðir Hermenn taka þátt í gleði í tengslum við þjóðhátíðardag landsins.
Verðir Hermenn taka þátt í gleði í tengslum við þjóðhátíðardag landsins. — AFP
Stjórnvöld á Srí Lanka hafa ákveðið að undirrita svonefndan Ottawa-samning sem bannar að jarðsprengjur séu framleiddar, geymdar, fluttar eða notaðar.

Stjórnvöld á Srí Lanka hafa ákveðið að undirrita svonefndan Ottawa-samning sem bannar að jarðsprengjur séu framleiddar, geymdar, fluttar eða notaðar. Verður jarðsprengjubirgðum þar í landi því eytt á næstunni, en sjö ár eru nú liðin frá lokum borgarastríðsins.

„Við ákváðum að undirrita Ottawa-samninginn vegna þess að við höfum ekki í hyggju að fara í stríð,“ hefur fréttaveita AFP eftir Harsha de Silva, aðstoðarutanríkisráðherra landsins. „Ákváðum við einnig að eyða birgðum okkar.“

Borgarastríðið á Srí Lanka stóð yfir í alls 37 ár og létust yfir 100.000 manns í átökunum. Frá lokum stríðsins hefur verið unnið að því að fjarlægja jarðsprengjur af gömlum vígvöllum. khj@mbl.is