„Tilkynningar til barnaverndar ættu að vera mikið fleiri frá leikskólum miðað við að flest íslensk börn eru í leikskólum og stór hluti þeirra dvelur þar allan daginn. Við ættum að vera í svo góðri stöðu til að meta hvort ekki sé nægilega vel hlúð að börnum og annað slíkt, því við erum svo mikið með þeim,“ segir Linda Hrönn Þórisdóttir, leikskólastjóri Kópahvols í Kópavogi. Að meðaltali koma 2% tilkynninga, sem berast til barnaverndar, frá leikskólum en á sama tíma snúast 25% þeirra mála sem eru til meðferðar hjá barnaverndarnefndum um börn á leikskólaaldri. 16