Fjárfest Íbúðalánasjóður leitar ávöxtunar.
Fjárfest Íbúðalánasjóður leitar ávöxtunar. — Morgunblaðið/Sverrir
Íbúðalánasjóður hefur undirritað samning við Eignarhaldsfélag Seðlabankans, ESÍ, um kaup á sértryggðum skuldabréfum með veði í húsnæðislánum útgefnum af Arion banka.

Íbúðalánasjóður hefur undirritað samning við Eignarhaldsfélag Seðlabankans, ESÍ, um kaup á sértryggðum skuldabréfum með veði í húsnæðislánum útgefnum af Arion banka. Sjóðurinn kaupir skuldabréf fyrir 13 milljarða en hann keypti í lok síðasta árs sams konar skuldabréf fyrir 70 milljarða. Því er alls um að ræða 83 milljarða króna viðskipti milli sjóðsins og ESÍ á nokkrum mánuðum.

Í tilkynningu um viðskiptin segir að þau muni hafa jákvæð áhrif á rekstur Íbúðalánasjóðs, en með kaupunum sé lausafé sjóðsins, sem safnast hefur upp vegna uppgreiðslna og leiðréttingar húsnæðislána síðustu misseri, fjárfest í verðtryggðum, vaxtaberandi eignum. Þannig auki kaupin jöfnuð á milli eigna og skulda Íbúðalánasjóðs, hvort sem litið er til fjárflæðis eða verðtryggingajafnaðar