Í tilefni af afmælisdegi listmálarans Ásgríms Jónssonar, sem fæddist 4. mars árið 1876, verða haldnir tónleikar á heimili listamannsins og vinnustofu, Safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, í dag kl. 16.
Í tilefni af afmælisdegi listmálarans Ásgríms Jónssonar, sem fæddist 4. mars árið 1876, verða haldnir tónleikar á heimili listamannsins og vinnustofu, Safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, í dag kl. 16. Á þeim mun dúettinn Duo Harpverk, skipaður slagverksleikaranum Frank Aarnink og hörpuleikaranum Katie Buckley, frumflytja tónverkið „Málverk“ eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem byggt er á tónsmíðum Ásgríms Jónssonar. Þessi útsetning á hluta tónsmíða Ásgríms var sérstaklega samin fyrir flytjendurna og til heiðurs listmálaranum, að því er fram kemur í tilkynningu. Á dagskránni verður einnig verk eftir færeyska tónskáldið Andras Spang Olsen, „Medi'DIS'tation“. Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri rannsókna og sérsafna við Listasafn Íslands, mun fjalla um feril listamannsins og kynni af tónlist.