Sú besta, sem klárast alltaf. Hjúpsúkkulaði, dökkt, 500 g Síróp, 1 dós, lítil Smjör, 150 g Rice krispies, 280 g Setjið súkkulaði, síróp og smjör í pott á miðlungshita. Hrærið stöðugt í á meðan blandan er að hitna.

Sú besta, sem klárast alltaf.

Hjúpsúkkulaði, dökkt, 500 g

Síróp, 1 dós, lítil

Smjör, 150 g

Rice krispies, 280 g

Setjið súkkulaði, síróp og smjör í pott á miðlungshita. Hrærið stöðugt í á meðan blandan er að hitna. Látið sjóða rólega í 2 mínútur og hrærið í á meðan.

Hellið blöndunni yfir rice krispies og blandið saman með sleif.

Klæðið 18 kransakökuform með plastfilmu og setjið blönduna í formin. Þau minnstu fyrst og þau stærstu síðast, á meðan blandan dugar. Betra að sleppa stærsta forminu ef blandan dugar ekki í öll formin. Setjið formin í kæli.

Losið hringina úr formunum þegar þeir eru orðnir harðir. Hringjunum raðað saman og þeir festir með bræddu súkkulaði. Gott er að setja nammi, konfekt eða hlaupfígúrur inn í kökuna um leið og henni er raðað saman.

Skreytið kökuna með konfekti eða hlaupi eða einhverju öðru litríku nammi. Notið brætt súkkulaði til að festa nammið á kökuna.

Einnig má setja blönduna í lítil múffuform og skreyta með nammi.