— Morgunblaðið/Golli
Fýlar voru á flestum syllum í fuglabjargi skammt austan við Grindavík fyrr í vikunni. Þar virtust tveir takast á um hylli þeirrar sem sat fyrir aftan í mestu makindum og fylgdist með.

Fýlar voru á flestum syllum í fuglabjargi skammt austan við Grindavík fyrr í vikunni. Þar virtust tveir takast á um hylli þeirrar sem sat fyrir aftan í mestu makindum og fylgdist með. Skvaldur fýlanna fyllti bjargið og minnti fýlakórinn á að það styttist í vorið.

Fýllinn eða múkkinn er ein algengasta fuglategundin við Ísland. Hann er sjófugl en er líka farinn að verpa langt inni í landi. gudni@mbl.is