Silvía Rán Björgvinsdóttir
Silvía Rán Björgvinsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði naumlega fyrir Spánverjum, 3:2, í uppgjöri efstu liðanna í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í Jaca á Spáni í gærkvöld.

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí tapaði naumlega fyrir Spánverjum, 3:2, í uppgjöri efstu liðanna í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í Jaca á Spáni í gærkvöld.

Spánverjar komust yfir í fyrsta leikhluta en Silvía Rán Björgvinsdóttir jafnaði um miðjan annan leikhluta, 1:1. Spánn náði forystunni á ný áður en honum lauk en Sunna Björgvinsdóttir jafnaði í 2:2 þegar sjö mínútur voru búnar af þriðja og síðasta leikhluta.

Spánverjar skoruðu sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok, 3:2.

Spánn er þá með 9 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar, Ástralía er með 7 stig, Ísland 6, Mexíkó 5 en Tyrkland og Nýja-Sjáland eru án stiga.

Ísland mætir Mexíkó á morgun og Ástralíu á sunnudaginn en efsta liðið kemst upp í 2. deild A. vs@mbl.is