Áskorun Hjónin Vigfús Bjarni Albertsson og Valdís Ösp Ívarsdóttir.
Áskorun Hjónin Vigfús Bjarni Albertsson og Valdís Ösp Ívarsdóttir.
Boðað hefur verið til fundar á Hótel Borg klukkan 14 á sunnudaginn, þar sem Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti verður afhent áskorun um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

Boðað hefur verið til fundar á Hótel Borg klukkan 14 á sunnudaginn, þar sem Vigfúsi Bjarna Albertssyni sjúkrahúspresti verður afhent áskorun um að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.

„Hópur fólks sem hefur verið svo heppið að kynnast Vigfúsi Bjarna Albertssyni og eiginkonu hans Valdísi Ösp Ívarsdóttur hefur sameinast um að skora á Vigfús Bjarna til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Ákveðið var að leita eftir stuðningi við framboð Vigfúsar úr ólíkum áttum. Það reyndist auðsótt mál enda eru Vigfús og Valdís bæði vel virt og þekkt á meðal samstarfsfélaga, vina og fjölskyldu. Fyrr en varði voru 500 undirskriftir komnar á blað,“ segir í tilkynningu frá fundarboðendum.

Á fundinum flytja Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og Felix Valsson læknir ávörp.