Guðrún segir ekkert til að skammast sín fyrir að kaupa kökuna eða heitu réttina, en óneitanlega gaman að geta boðið gestunum upp á sem mest af heimalöguðum mat. Virðist jú það sem er heimagert yfirleitt best á bragðið.

Guðrún segir ekkert til að skammast sín fyrir að kaupa kökuna eða heitu réttina, en óneitanlega gaman að geta boðið gestunum upp á sem mest af heimalöguðum mat. Virðist jú það sem er heimagert yfirleitt best á bragðið.

Þeir sem treysta sér ekki í að elda og baka ofan í marga tugi gesta ættu að prófa sig áfram, enda yfirleitt nægur tími til stefnu til að gera tilraunir og spreyta sig á t.d. súpugerð eða kransakökubakstri. Er tilraunatímabilið alls ekki leiðinlegt og hægt að hafa réttina sem þar verða til í kvöldmatinn. Heimilismeðlimir fúlsa líka örugglega ekki við tilraunaköku, þó kremið sé kannski ekki fullkomið eða smá skekkja farin að koma á kransakökuturninn. „Það má líka nota hitting hjá saumaklúbbnum eða lítið kaffiboð á sunnudegi til að prufukeyra uppskriftirnar.“