Hestamennskan er ein vinsælasta íþróttin hér á landi sem má sjá á því að Landssamband hestamannafélaga er þriðja stærsta sérsambandið innan ÍSÍ,“ bendir Thelma á. „Mjög öflugt æskulýðsstarf er rekið innan sambandsins og mikil nýliðunarefling er innan greinarinnar. Fermingin er kjörið tækifæri fyrir krakka til að eignast hnakkinn og annað til hestamennskunnar því þetta er dálítið dýrt sport. En góður hnakkur getur líka verið lífstíðareign sé vel um hann hugsað.“
Hnakkur til framtíðar
„Við erum með fermingartilboð á margskonar vörum til hestamennsku, allt frá smærri hlutum eins og mélum, reiðhönskum og ábreiðum og alveg upp í reiðföt og hnakka sem eru dýrustu gjafirnar,“ bætir Thelma við. „Í ár erum við með þrjá mismunandi hnakka á fermingartilboði, bæði fyrir byrjendur og lengra komna, og þeir eru á verðbilinu frá um það bil 80.000 til 165.000.“ Thelma bætir því við að til að auðvelda kaupin sé boðið upp á raðgreiðslur.Þeir sem ekki þekkja til spyrja sig ef til vill að því til hversu langs tíma sé fjárfest þegar hnakkur er keyptur. Thelma segir það velta á ýmsu.
„Hnakkur getur enst svo gott sem alla ævi ef hugsað er vel um hann. Það þarf að huga að viðhaldi og í þeim efnum er rétt að hafa í huga að þar sem hnakkurinn er úr leðri þarf að bera á hann. Hann er því eins og hver önnur dýr eign sem þarf að huga vel að.“ Aðspurð segir Thelma að nauðsynlegt sé að þrífa hnakkinn reglulega og einnig að bera á hann leðurfeiti, minnst tvisvar á ári.
Ending hnakks og endursala
Thelma nefnir að í dag tíðkist aðfólk noti undirdýnur, sem hugs-
aðar eru til að verja bæði hnakk
--------------- ---------------
og hest. „Með því að hugsa vel
um hnakkinn alla tíð endist
hann um langt árabil. Svo getur
komið að því að áherslur knap-
ans breytast. Hann langar þá ef
til vill í öðruvísi hnakk með ým-
ist dýpra, grynnra, styttra,
lengra eða breiðara sæti.
Það eru svo margar mis-
munandi gerðir til, allt
eftir því hvort þú hugsar
hnakkinn til keppni, út-
reiða, eða hvoru tveggja
og þá eru til góðir al-
hliða hnakkar sem
henta mismunandi
reiðmennsku. Þetta
veltur allt á því hvaða
stefnu ferming-
arbarnið tekur með
sína reiðmennsku.
Þegar kemur að því að
skipta um hnakk þá
munar um að hafa
hugsað vel um hnakk-
inn því vel með farinn
hnakkur er góð endur-
söluvara.
Loks bendir Thelma á að
Lífland býður við-
skiptavinum sínum upp á prufu-
--------------- ---------------
hnakka til að máta og tryggja að
sá hentugasti sé valinn þegar
uppi er staðið. „Þetta er mikil
fjárfesting. Krakkarnir geta
komið og spjallað við sérfræð-
ingana okkar til að finna út hvað
þau hafa í huga og hvað hentar
þeirra reiðmennsku og ásetu.
Svo má fá prufuhnakk með sér
heim og prófa í tvo til þrjá daga,
áður en farið er út í kaupin.“
Úlpur, gjafabréf og óskalisti
Að sögn Thelmu er af nógu að taka hjá henni og félögum hjá Líflandi þegar kemur að öðrum gagnlegum gjöfum fyrir hestafólk á fermingaraldri. Þar á meðal eru útivistarúlpur frá þýska framleiðandanum Wellensteyn. „Þetta eru úlpur sem við tókum inn til okkar því þær eru mjög vandaðar og henta íslensku veðurfari sérlega vel. Þær eru í sjálfu sér ekki eingöngu fyrir hestamennsku heldur henta líka fyrir skíðin, gönguferðirnar eða hvaða útivist sem er. En hestafólkið verður ekki svikið af þeim og úlpurnar hafa slegið í gegn hjá okkur.“ Thelma áréttar að Lífland rekur líka verslunina Top Reiter í Ögurhvarfi og þar eru Wellensteyn-úlpurnar til sýnis og sölu.Af öðrum hentugum fermingargjöfum nefnir Thelma að Lífland og Top Reiter bjóði upp á gjafabréf fyrir fermingarbörnin, ásamt nýjung sem mælst hefur vel fyrir. Það er óskalisti fermingarbarnsins.
„Þetta er í sjálfu sér sama hugmynd og liggur að baki gjafalistum fyrir brúðhjón. Fermingarbörnin kíkja til okkar í verslanir Líflands (en Lífland er með verslanir í Reykjavík, Borgarnesi, Blönduósi og Akureyri) eða í Top Reiter, skoða sig um og velja á sinn óskalista sem starfsfólkið hjálpar þeim að setja saman. Í kjölfarið geta svo boðsgestir í fermingarveisluna kíkt til okkar og gengið að óskum fermingarbarnsins vísum og keypt beint af listanum. Þetta getur komið sér mjög vel því oft eru óskir hvers og eins hestamanns mjög sérhæfðar og þá er betra ef krakkarnir séu búnir að setja á blað nákvæmlega það sem þau vantar. jonagnar@mbl.is