Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur skipt með sér verkum í kjölfar ársfundar sjóðsins sem haldinn var fyrr í vikunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, var kjörin formaður til næstu þriggja ára.
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna hefur skipt með sér verkum í kjölfar ársfundar sjóðsins sem haldinn var fyrr í vikunni. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, var kjörin formaður til næstu þriggja ára. Hún situr í stjórn sjóðsins eftir tilnefningu Samtaka iðnaðarins.
Ólafur Reimar Gunnarsson, viðskiptafræðingur hjá Ernst & Young, var kjörinn varaformaður til sama tíma. Hann er tilnefndur í stjórnina af stéttarfélaginu VR, þar sem hann situr í varastjórn.