Framboð Halla Tómasdóttir greinir frá forsetaframboði á heimili sínu í Kópavogi í gær. Hún á að baki reynslu í viðskiptalífi og háskólastarfsemi.
Framboð Halla Tómasdóttir greinir frá forsetaframboði á heimili sínu í Kópavogi í gær. Hún á að baki reynslu í viðskiptalífi og háskólastarfsemi.
Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur býður sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi á heimili sínu í Kópavogi síðdegis í gær. Halla starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi.

Halla Tómasdóttir rekstrarhagfræðingur býður sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hún á blaðamannafundi á heimili sínu í Kópavogi síðdegis í gær.

Halla starfar í dag sem fyrirlesari á alþjóðavettvangi. Hún kom að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, setti þar á fót stjórnendaskóla og símenntunardeild auk þess að kenna við skólann. Hún leiddi verkefnið Auður í krafti kvenna og var annar stofnenda Auðar Capital. Halla var einn af stofnendum Mauraþúfunnar sem kom fram á Þjóðfundinum árið 2009 þar sem grunngildi samfélagsins voru rædd. „Halla er ötull talsmaður þess að við horfum til víðari skilgreiningar á arðsemi og horfum ekki bara til fjárhagslegs arðs heldur einnig áhrifa á samfélagið og umhverfið. Hún vill virkja konur til áhrifa á öllum sviðum samfélagsins og sjá fleiri frumkvöðla að störfum. Höllu er hugleikið að á Íslandi byggist upp samfélag réttlætis sem virkjar allan sinn mannauð til gagns,“ segir í fréttatilkynningu.