Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður og fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram á Facebook-síðu hennar í gær.

Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður og fyrrv. fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar. Þetta kom fram á Facebook-síðu hennar í gær. Hún sendi flokksmönnum í Samfylkingunni póst í gær þar sem hún óskar eftir stuðningi og samstarfi og segist m.a. vilja leggja sig alla fram við að bæta íslenskt samfélag. „Þess vegna hef ég ákveðið að gefa kost á mér til formanns Samfylkingarinnar.

Verkefni okkar er að styrkja stöðu ungs fólks, barnafjölskyldna, aldraðra og öryrkja. Ójöfnuð sem birtist í óréttlátri skattastefnu og aukinni gjaldtöku í heilbrigðis- og menntakerfinu þarf að stöðva strax. Til þess þarf samstillt átak jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar,“ segir hún í bréfinu.

Segist Oddný vilja vinna af krafti að því að heilbrigðisþjónusta verði ókeypis, að sett verði ný stjórnarskrá, að arðurinn af auðlindum skili sér til okkar allra og lífvænlegu umhverfi til komandi kynslóða.