Páskafrí er kærkomið, páskaegg eru hnossgæti sem gaman er að láta eftir sér einu sinni á ári og gefist færi á ferðalögum er það ekki verra.
Þegar ég hugsa hins vegar um það sem mér líkar líklega best í tengslum við páskahátíðina held ég að það sé sú staðreynd að um þetta leyti fer sól að hækka á lofti svo eftir því er tekið. Fólk sem vinnur frá níu til fimm þarf ekki lengur að eiga við það að mæta til vinnu í myrkri og halda heim á leið í sömu dimmunni. Jafnvel þótt maður eigi ekki við alvarlegt skammdegisóyndi að stríða þá stórmunar um dagsbirtuna sem hefur á þessum árstíma orðið í fullu tré við skemmdegið. Það stórmunar um það.
Hitt er annað mál að það væri tómt mál að halda því fram að páskaeggin skiptu ekki máli, á minn sann, því það gera þau. Enda var sagnfræðingurinn og fróðleiksbrunnurinn Stefán Pálsson fenginn til að rekja sögu páskaeggjanna, ásamt því að valinkunnir sælkerar leggja margs konar vísdóm til málanna auk þess að gefa ljúffengar og freistandi uppskriftir af ýmsu tagi.
Gleðilega páska, góðir lesendur nær og fjær.