Betri Heimir Óli Heimisson og félagar í Haukum voru alltaf skrefi á undan lánlausum leikmönnum Fram.
Betri Heimir Óli Heimisson og félagar í Haukum voru alltaf skrefi á undan lánlausum leikmönnum Fram. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Handbolti Hjörvar Ólafsson Baldur Haraldsson Ívar Benediktsson Það var að duga eða drepast fyrir ÍR-inga þegar þeir heimsóttu Víking í 25. umferð Olís-deildar karla í gærkvöld.

Handbolti

Hjörvar Ólafsson

Baldur Haraldsson

Ívar Benediktsson

Það var að duga eða drepast fyrir ÍR-inga þegar þeir heimsóttu Víking í 25. umferð Olís-deildar karla í gærkvöld. ÍR þurfti að næla sér í að minnsta kosti eitt stig til þess að halda í vonina um að leika í efstu deild næsta vetur. Svo fór að Víkingur fór með eins marks sigur af hólmi, 27:26, og ÍR fylgir þar af leiðandi Víkingi niður í 1. deild.

Leikurinn var jafn og spennandi og jafnt á öllum tölum í síðari hálfleik. Það var svo Karolis Stropus sem skoraði markið örlagaríka sem tryggði sigur Víkings og gerði út um vonir ÍR um að halda sæti sínu í efstu deild.

„Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega svekkjandi og sérstaklega þegar litið er til þess hversu oft við höfum verið yfir í leikjunum okkar en tapað því niður á lokaandartökunum. Við höfum leikið vel eftir áramót en ekki náð að klára leikina og því fór sem fór og við föllum niður um deild,“ sagði Sturla Ásgeirsson, leikmaður ÍR, í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn.

„Framtíðin er björt í Breiðholtinu og nú er stefnan tekin á að fara beint upp aftur. Við sýndum það í undanförnum leikjum að við eigum heima í efstu deild og við erum einungis nokkrum stigum frá því að berjast um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Ég býst sjálfur við því að vera áfram í Breiðholtinu og taka tvö til þrjú tímabil í viðbót,“ sagði Sturla enn fremur.

Akureyringar sloppnir

Akureyringar voru í fallhættu og hefðu verið það áfram ef ÍR hefði unnið leikinn í Víkinni, en norðanmenn gerðu jafntefli, 30:30, við Gróttu á Seltjarnarnesi eftir að hafa verið undir í hálfleik, 18:15.

Grótta er því áfram í sjötta sæti deildarinnar og stigamissirinn þýðir að vonir Seltirninga um að ná fjórða sætinu standa og falla með því að þeir nái að vinna FH í næstsíðustu umferðinni.

Akureyri er hins vegar komin í úrslitakeppnina, samhliða því að hafa tryggt sér áframhaldandi sæti í deildinni.

Viggó Kristjánsson skoraði níu mörk fyrir Gróttu og Sigþór Árni Heimisson gerði átta mörk fyrir Akureyringa.

Ellefu mörk Geirs í Eyjum

Valsmenn sigruðu ÍBV í Eyjum, 30:24, og eru þá komnir með 37 stig í 2. sætinu sem þeir höfðu þegar tryggt sér. Þeir höfðu í raun engu að tapa en vildu hefna fyrir lélegan leik sinn gegn Víkingum í síðustu umferð.

Valsmenn voru sterkari aðilinn í 60 mínútur í gær og var það aldrei spurning hvert stigin tvö færu. Fyrri hálfleikur Eyjamanna var ansi slakur og lítil sem engin markvarsla bak við lélega vörn liðsins. Annað var upp á teningnum Valsmegin því þeir spiluðu flotta vörn og Sigurður Ingiberg tók sína bolta.

Geir Guðmundsson var maður leiksins með 11 mörk úr 12 skotum. Vörn ÍBV réð ekkert við hann og fiskaði hann nokkur víti og varnarmenn ÍBV þurftu oft að sitja í tvær mínútur eftir viðskipti sín við Geir. Sigurður Ingiberg Ólafsson var frábær í gær, varði 18 skot og sýndi að hann getur á góðum degi veitt Hlyni Morthens verðuga samkeppni.

Stemningin í Eyjum í gær var flott þrátt fyrir slaka mætingu en 6. flokkur karla sá um að halda uppi flottri stemningu og eru þarna framtíðar Hvítir riddarar á ferð.

Dómarar leiksins, þeir Anton Gylfi og Jónas, áttu mjög góðan leik og sýndu enn og aftur að þeir eru okkar besta dómarapar.

Fram féll allur ketill í eld

Eftir slaka leiki síðustu vikur voru leikmenn Fram alveg heillum horfnir á heimavelli í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti nýkrýndum deildarmeisturum Hauka sem unnu með 14 marka mun, 39:25, eftir að hafa verið 10 mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 21:11.

Sigur Hauka hefði hæglega getað orðið stærri. Gunnar Magnússon þjálfari leyfði sér þann munað að tefla fram yngri og óreyndari leikmönnum þegar líða tók á síðari hálfleikinn. Á þeim kafla minnkaði forskot Hauka úr 16 mörkum niður í 14.

Eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins féll leikmönnum allur ketill í eld. Þeir voru úti á þekju í sóknarleiknum þar sem þeir færðu Haukum boltann á silfurfati hvað eftir annað. Afleiðingarnar voru m.a. þær að Haukar skoruðu 10 mörk eftir hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þá sjaldan að Fram-liðinu tókst að stilla upp í vörn voru þeir ekki betur með á nótunum en svo að leikmenn Hauka áttu ekki í vandræðum með að leika gestgjafa sína upp úr skónum.

Úrslitin voru ráðin í hálfleik. Hafi einhver verið í vafa þá var öllum vafa eytt á upphafsmínútum síðari hálfleik þegar leikurinn þróaðist eins í fyrri hálfleik og munurinn jókst smátt og smátt.

Leikmenn Fram virðast rúnir sjálfstrausti um þessar mundir eftir marga slaka leiki og enga stigasöfnunu. Þeir þurfa hins vegar ekki að hafa áhyggjur af falli úr deildinni og geta þar af leiðandi pressulítið reynt að vinna í sínum málum fram að úrslitakeppninni svo þeir verði ekki kjöldregnir þar í fyrstu umferð.

Haukar slökuðu ekki á klónni þótt þeir hafi að litlu að keppa eftir að deildarmeistaratitillinn kom í safn þeirra á dögunum.

Grótta – Akureyri 30:30

Hertz-höllin Seltjarnarnesi, Olís-deild karla, fimmtudag 17. mars 2016.

Gangur leiksins : 18:15 , 22:21, 26:25, 30:30.

Mörk Gróttu : Viggó Kristjánsson 9, Finnur Ingi Stefánsson 6, Júlíus Þórir Stefánsson 4, Aron Valur Jóhannsson 4, Guðni Ingvarsson 3, Aron Dagur Pálsson 2, Daði Gautason 2.

Markverðir : Lárus Helgi Ólafsson og Lárus Gunnarsson.

Utan vallar : 6 mínútur.

Mörk Akureyrar : Sigþór Árni Heimisson 8, Bergvin Þór Gíslason 7, Halldór Logi Árnason 6, Hörður Másson 5, Heiðar Þór Aðalsteinsson 2, Kristján Orri Jóhannsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1.

Markverðir : Tomas Olason og Hreiðar Levý Guðmundsson.

Utan vallar : 10 mínútur.

Dómarar : Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólafur Pétursson.

Áhorfendur : 74.

Víkingur – ÍR 27:26

Víkin, Olís-deild karla, fimmtudag 17. mars 2016.

Gangur leiksins : 2:2, 4:4, 7:6, 9:10, 11:12, 12:14 , 17:15, 18:17, 19:20, 21:21, 25:23, 27:26 .

Mörk Víkings : Hlynur Óttarsson 7, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6/1, Atli Karl Bachmann 4, Karolis Stropus 4, Jón Hjálmarsson 3, Víglundur Jarl Þórsson 2, Bjartur Guðmundsson 1.

Varin skot : Einar Baldvin Baldvinsson 7, Magnús Gunnar Erlendsson 4.

Utan vallar : 10 mínútur.

Mörk ÍR : Sturla Ásgeirsson 7/1, Jón Kristinn Björgvinsson 6, Aron Örn Ægisson 6, Jón Heiðar Gunnarsson 3, Arnar Freyr Guðmundsson 2, Davíð Georgsson 1, Ingi Rafn Róbertsson 1.

Varin skot : Arnór Freyr Stefánsson 14/1.

Utan vallar : 6 mínútur.

Dómarar : Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.

Áhorfendur : 100.

ÍBV – Valur 24:30

Vestmannaeyjar, Olís-deild karla, fimmtudag 17. mars 2016.

Gangur leiksins : 2:2, 5:5, 7:9, 10:11, 11:15, 14:17 , 17:19, 18:21, 21:23, 23:25, 23:27, 24:30 .

Mörk ÍBV : Theodór Sigurbjörnsson 7/4, Agnar Smári Jónsson 5, Andri Heimir Friðriksson 5, Dagur Arnarsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2/1, Friðrik Hólm Jónsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.

Varin skot : Kolbeinn Aron Arnarsson 4, Stephen Nielsen 4.

Utan vallar : 8 mínútur.

Mörk Valur : Geir Guðmundsson 11, Sveinn Aron Sveinsson 8/2, Guðmundur Hólmar Helgason 4, Sturla Magnússon 2, Alexander Örn Júlíusson 2, Orri Freyr Gíslason 1, Vignir Stefánsson 1, Atli Már Báruson 1.

Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 18/1, Hlynur Morthens 1/1.

Utan vallar : 8 mínútur.

Dómarar : Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson.

Áhorfendur : 170.

Fram – Haukar 25:39

Framhús, Olís-deild karla, fimmtudag 17. mars 2016.

Gangur leiksins : 1:0, 2:4, 2:5, 7:11, 9:16, 11:21 , 13:24, 18:27, 18:30, 19:35, 23:36, 25:39 .

Mörk Fram : Óðinn Ríkharðsson 7, Arnar Freyr Ársælsson 4, Sigurður Örn Þorsteinsson 4, Þorgrímur Smári Ólafsson 4, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Garðar B. Sigurjónsson 2, Stefán Darri Þórsson 1, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 1.

Varin skot : Valtýr Már Hákonarson 4/1, Kristófer F. Guðmundsson 2.

Utan vallar : 8 mínútur.

Mörk Haukar : Hákon Daði Styrmisson 11/2, Brynjólfur S. Brynjólfsson 8, Janus Daði Smárason 7, Adam Haukur Baumruk 5, Jón Þ. Jóhannsson 3, Egill Eiríksson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Leonharð Þ. Harðarson 1.

Varin skot : Grétar Ari Guðjónsson 9, Giedrius Morkunas 3.

Utan vallar : 0 mínútur.

Dómarar : Ingvar Guðjónsson og Þorleifur Árni Björnsson.

Áhorfendur : 165.