Miðaldafræði Erindi Evu Maríu Jónsdóttur byggist á meistararitgerð hennar í miðaldafræði.
Miðaldafræði Erindi Evu Maríu Jónsdóttur byggist á meistararitgerð hennar í miðaldafræði. — Morgunblaðið/Kristinn
Eva María Jónsdóttir, vef- og kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er fyrirlesari í þriðju málstofu vormisseris kl. 15.30 í dag í stofu 311 í Árnagarði við Suðurgötu.

Eva María Jónsdóttir, vef- og kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er fyrirlesari í þriðju málstofu vormisseris kl. 15.30 í dag í stofu 311 í Árnagarði við Suðurgötu. Erindi Evu Maríu byggist á meistararitgerð hennar í miðaldafræði sem fjallar um þrjár gerðir rímna af Gretti Ásmundarsyni.

Í málstofunni ræðir Eva um mismun rímnanna, en verkefnið gekk m.a. út á að skoða skáldamálið, efnistök, meðferð vísna og snjallyrða í þessum þremur gerðum rímna frá þremur mismunandi öldum. Hvort rímnaformið sé nægilega opið til að birta einhverskonar aldarfarslýsingu er ein af spurningunum sem leitast er við að svara.