— Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Það þarf að hlúa að og hreinsa eftir veturinn,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum er eigandi gróðrarstöðvarinnar Borgar í Hveragerði.
„Það þarf að hlúa að og hreinsa eftir veturinn,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir, sem ásamt eiginmanni sínum er eigandi gróðrarstöðvarinnar Borgar í Hveragerði. Þau hafa selt heimamönnum, gestum og gangandi blóm og plöntur um áratugaskeið eða frá um 1970. „Sama fólkið kemur alltaf til okkar og nýir bætast við á hverju ári,“ segir Ragnheiður glöð í bragði en hún undirbýr nú blómin og plönturnar fyrir sumarið.