Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið að sér formennsku í framkvæmdastjórn Women in Parliaments Global Forum, eða Heimssamtökum þingkvenna. Um sjálfboðaliðastarf er að ræða og mun hún sinna því samhliða þingstörfum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið að sér formennsku í framkvæmdastjórn Women in Parliaments Global Forum, eða Heimssamtökum þingkvenna. Um sjálfboðaliðastarf er að ræða og mun hún sinna því samhliða þingstörfum. Í stjórninni sitja auk hennar m.a. konur frá Þýskalandi, Mexíkó, Ítalíu og Taílandi. Vigdís Finnbogadóttir hefur fengið heiðursverðlaun samtakanna og hefur Ísland einnig nokkrum sinnum hlotið viðurkenningu þeirra fyrir framlag landsins til jafnréttismála. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, situr í ráðgjafaráði samtakanna.