Ég er að leita að bókinni Heiðnar hugvekjur og mannaminni, sem er árituð af Sigurði Guðmundssyni 1948, einnig að The Great Conductors eftir Harold Schonberg, árituð af höfundi.

Ég er að leita að bókinni Heiðnar hugvekjur og mannaminni, sem er árituð af Sigurði Guðmundssyni 1948, einnig að The Great Conductors eftir Harold Schonberg, árituð af höfundi. Einnig að upptöku úr útvarpi af lögum Sigfúsar Einarssonar, þar á meðal Nú máttu hægt um heiminn líða. Upptöku úr sjónvarpi að þætti sem heitir Hvert örstutt spor þar sem flutt voru lög við ljóð eftir Halldór Kiljan Laxness.

Virka daga er ég í síma 552-0727, um helgar má ná í mig í s. 566-6184.

Guðrún.

Köld eru kvenna ráð

Ásmundur Friðriksson óskaði eftir umræðu um hvernig taka ætti á málum innflytjenda. Á Alþingi stigu konur í pontu og mótmæltu, sumar af barnaskap og aðrar ennþá reiðar eftir að hafa tapað síðustu kosningum. Karlarnir sem eru þó enn í meirihluta þorðu ekki í þær, þögðu af hræðslu um að vera kallaðir rasistar en sennilega er líklegra að þeir geri sér ekki grein fyrir alvörunni sem öllu þessu tengist, t.d. hve marga Ísland getur tekið inn. Verst er þó að heyra barnalega ruglið sem nýkjörinn ritari Sjálfstæðisflokksins lætur frá sér fara um þessi mál sem önnur. Ég held að hún verði ekki sama búbótin og menn ætluðu.

Exmar.