— Morgunblaðið/ÓKM
18. mars 1964 Fregnir bárust af dularfullum atburðum á bænum Saurum, skammt frá Kálfshamarsvík á Skaga. Stólar og borð færðust úr stað og bollar og diskar brotnuðu. Fyrirbærin stóðu í nokkrar vikur en engar haldbærar skýringar fundust. 18.

18. mars 1964

Fregnir bárust af dularfullum atburðum á bænum Saurum, skammt frá Kálfshamarsvík á Skaga. Stólar og borð færðust úr stað og bollar og diskar brotnuðu. Fyrirbærin stóðu í nokkrar vikur en engar haldbærar skýringar fundust.

18. mars 1971

Hæstiréttur Danmerkur kvað upp úrskurð sem ruddi úr vegi síðustu hindrun fyrir afhendingu handritanna til Íslendinga. „Mikið gleðiefni,“ sagði í ritstjórnargrein Morgunblaðsins. Fyrstu handritin voru afhent mánuði síðar.

18. mars 2004

Lið Borgarholtsskóla sigraði lið Menntaskólans í Reykjavík í undanúrslitum Gettu betur, og stöðvaði þannig ellefu ára sigurgöngu menntskælinganna.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson