7. apríl 1968 Lög um tímareikning öðluðust gildi kl. 1.00. Í 1. grein þeirra sagði: „Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich.“ 7. apríl 1979 Ólafslög voru samþykkt á Alþingi.

7. apríl 1968

Lög um tímareikning öðluðust gildi kl. 1.00. Í 1. grein þeirra sagði: „Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich.“

7. apríl 1979

Ólafslög voru samþykkt á Alþingi. Þau fjölluðu um stjórn efnahagsmála og voru kennd við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra. Með þeim var verðtrygging lána leyfð. Lögin tóku gildi 1. júní. Þá voru útlánsvextir 5,5-8,5%, verðbætur 17-27% og verðbólga 42%.

7. apríl 1979

Fjögur systkini úr Vestmannaeyjum gengu í hjónaband í sömu athöfn í Bústaðakirkju, þrír bræður og systir. Þetta þótti óvenjulegt.

7. apríl 2005

Framhaldsskólanemendur mótmæltu hugmyndum um styttingu náms úr fjórum árum í þrjú ár.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson