[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Skúli Magnússon, sitjandi héraðsdómari, er kominn í keppni við Svan Kristjánsson um óvenjulegar lögskýringar: Völd forseta felast meðal annars í því, segir Skúli, að hann getur sjálfur knúið fram þingrof, ef hann telur að sitjandi forsætisráðherra njóti...

Skúli Magnússon, sitjandi héraðsdómari, er kominn í keppni við Svan Kristjánsson um óvenjulegar lögskýringar:

Völd forseta felast meðal annars í því, segir Skúli, að hann getur sjálfur knúið fram þingrof, ef hann telur að sitjandi forsætisráðherra njóti ekki trausts eða valdi ekki starfi sínu af einhverjum ástæðum.

Það gæti hann gert með því að skipa nýjan forsætisráðherra, sem myndi undirrita skipunarbréf sitt ásamt forseta.

Nýr forsætisráðherra undirritar ávallt eigið skipunarbréf en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Hinn nýi ráðherra gæti síðan rofið þing með tilstyrk forseta.

En þótt stjórnskipunin heimili atburðarás af þessu tagi verður hún að mati Skúla heldur ólíkleg.

Þing situr áfram eftir þingrof eftir stjórnarskrárbreytingarnar árið 1991 ólíkt því sem var fram að því.

Þingið hefði því í hendi sér að samþykkja vantraust á þann forsætisráðherra sem forseti hefði kosið.

Möguleikinn er hins vegar fyrir hendi samkvæmt stjórnskipuninni ef forsetinn telur sig þurfa að grípa inn í alvarlega stjórnmálakreppu.“

H vað gengur mönnum til með að ýta undir ruglanda í þjóðfélag inu?