Landsnet hefur á undanförnum árum stöðugt verið að leggja fleiri raflínur í jörð en loftlínur hafa í auknum mæli verið aflagðar. Þetta kom m.a. fram í máli Guðmundar Inga Ásmundssonar, forstjóra Landsnets, á vorfundinum.

Landsnet hefur á undanförnum árum stöðugt verið að leggja fleiri raflínur í jörð en loftlínur hafa í auknum mæli verið aflagðar.

Þetta kom m.a. fram í máli Guðmundar Inga Ásmundssonar, forstjóra Landsnets, á vorfundinum.

Á síðasta ári lagði Landsnet um 50 km jarðstrengja á 66 og 132 kV spennu og sagði Guðmundur Ingi að kostnaður við þær framkvæmdir hefði reynst í samræmi við áætlanir. Með auknum rannsóknum hefði Landsneti tekist að lækka verulega kostnað af lagningu jarðstrengja. Sagði hann þetta þýða aukna samkeppnishæfni jarðstrengja í samanburði við aðrar lausnir. Hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi Landsnets er enn sem komið er ekki hátt, en hefur farið hækkandi. Af um 3.280 km línukerfi eru tæplega 250 km lagðir í jörðu.