— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Útför Braga Ásgeirssonar (f. 28. maí 1931, d. 25. mars 2016) myndlistarmanns fór fram í Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu margmenni. Kistuberar voru, vinstra megin f.h.

Útför Braga Ásgeirssonar (f. 28. maí 1931, d. 25. mars 2016) myndlistarmanns fór fram í Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu margmenni. Kistuberar voru, vinstra megin f.h.: Kolbrá Bragadóttir, Ásgeir Bragason, Frigg Ragnarsdóttir, Fáfnir Fjölnisson og Fjölnir Bragason. Hægra megin f.h.: Bragi Kolbrárson, Sigurður Bragi, Sóldís Símonardóttir, Ásgeir Bragason og Bragi Bragason.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir jarðsöng, organisti var Hörður Áskelsson, kór Schola cantorum söng, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir söng einsöng, Matthías Nordeau lék á óbó og Sveinn Ólafur Gunnarsson las ljóð.

Bragi var listamaður að mennt og starfaði alla tíð við sjónlistir auk þess að stunda kennslu og ritstörf fyrir innlend og erlend tímarit. Hann var myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins í fjölda ára. Bragi hlaut fjölda viðurkenninga fyrir vinnu sína á ferlinum, þ.ám. fálkaorðuna árið 2001 fyrir framlag sitt til listarinnar.