• Friðrik Þór Óskarsson var í 25 ár í keppnisliði ÍR í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins. • Friðrik Þór fæddist í Reykjavík árið 1952.
• Friðrik Þór Óskarsson var í 25 ár í keppnisliði ÍR í bikarkeppni Frjálsíþróttasambandsins.

• Friðrik Þór fæddist í Reykjavík árið 1952. Hann var um aldarfjórðungsskeið einn fremsti lang- og þrístökkvari Íslands og er í öðru sæti á afrekslista FRÍ yfir fremstu þrístökkvara landsins, stökk lengst 15,29 metra. Friðrik Þór varð 13 sinnum bikarmeistari í þrístökki og sjö sinnum í langstökki. Hann átti sæti í landsliði Íslands um árabil, bæði í Evrópubikarkeppninni og eins í Kalott-keppninni.