Á Hróarskeldu Júníus Meyvant mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar.
Á Hróarskeldu Júníus Meyvant mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Forsvarsmenn Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku upplýstu í gær um alla flytjendur hátíðarinnar í ár og þeirra á meðal er hinn íslenski Júníus Meyvant. Hátíðin fer fram 25. júní til 2. júlí og mun Júníus koma fram fimmtudaginn 30.

Forsvarsmenn Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku upplýstu í gær um alla flytjendur hátíðarinnar í ár og þeirra á meðal er hinn íslenski Júníus Meyvant. Hátíðin fer fram 25. júní til 2. júlí og mun Júníus koma fram fimmtudaginn 30. júní í Pavilion-tjaldinu. Alls koma á hátíðinni fram 179 hljómsveitir og tónlistarmenn, en þeirra á meðal eru Reykjavíkurdætur.

Júníus mun brátt senda frá sér sína fyrstu breiðskífu og framundan hjá honum er létt spilamennska hér heima og úti, eins og það er orðað í tilkynningu, en í haust verður mikið um tónleikaferðalög hjá honum. Aðrir flytjendur sem voru tilkynntir í gær á endanlegri dagskrá hátíðarinnar eru m.a. Neil Young, Grimes og Santigold.