[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
J óhann Berg Guðmundsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði á Twitter í gær að hann ætti að vera búinn að ná sér eftir nokkra daga af höfuðhögginu sem hann fékk í leik Charlton og Ipswich í ensku B-deildinni í fyrrakvöld.

J óhann Berg Guðmundsson , landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði á Twitter í gær að hann ætti að vera búinn að ná sér eftir nokkra daga af höfuðhögginu sem hann fékk í leik Charlton og Ipswich í ensku B-deildinni í fyrrakvöld. Jóhann lenti þá í hörðum árekstri við Jonas Knudsen, varnarmann Ipswich, eftir 15 mínútna leik og þurfti að fara á sjúkrahús.

Leiknismenn á Fáskrúðsfirði, sem leika í fyrsta skipti í 1. deild karla í knattspyrnu á þessu ári, hafa fengið til sín spænskan markvörð. Sá heitir Adrián Murcia og er 24 ára gamall, en hann hefur undanfarin ár varið mark spænska C-deildarliðsins Alcoyano. Hann kemur í staðinn fyrir Ítalann Stefano Layeni, sem var kominn austur en var síðan ekki tilbúinn að vinna samhliða fótboltaiðkuninni og samdi í staðinn við Framara.

Forráðamenn norska C-deildarliðsins Volda í handknattleik kvenna hafa sýnt Halldóri Stefáni Haraldssyni , þjálfara kvennaliðs Fylkis, áhuga. Af þeim sökum fer Halldór Stefán út til Noregs um næstu helgi til þess að skoða aðstæður hjá félaginu og kanna nánar hug forráðamanna Volda. Halldór er samningsbundinn Fylki og hefur fengið leyfi forráðamanna félagsins til þess að ræða við forráðamenn Volda. Viðræðurnar eru á frumstigi og þar af leiðandi óvíst hvort af samningum verður eða ekki, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá handknattleiksdeild Fylkis.

A rnar Freyr Arnarsson , línumaðurinn sterki úr Fram, fer ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik, skipuðu leikmönnum 20 ára og yngri, til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins. Arnar Freyr er meiddur á nára og varð að draga sig út úr hópnum sem valinn var til fararinnar eftir æfingu í gærmorgun. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Bernharð Anton Jónsson , Akureyri, Einar Baldvin Baldvinsson, Víkingi, og Grétar Ari Guðjónsson , Haukum. Aðrir leikmenn: Aron Dagur Pálsson , Gróttu, Birkir Benediktsson , Aftureldingu, Dagur Arnarsson , ÍBV, Egill Magnússon , Tvis Holstebro, Elvar Örn Jónsson, Selfossi, Hákon Daði Styrmisson, Haukum, Kristján Örn Kristjánsson , Fjölni, Leonharð Þorgeir Harðarson , Haukum, Óðinn Þór Ríkharðsson , Fram, Ómar Ingi Magnússon, Val, Sturla Magnússon , Val, Sveinn Jóhannsson , Fjölni, og Ýmir Örn Gíslason , Val