Fáskrúðsfjörður Franski spítalinn er til hægri á myndinni og nýja gistihúsið til vinstri.
Fáskrúðsfjörður Franski spítalinn er til hægri á myndinni og nýja gistihúsið til vinstri. — Morgunblaðið/Albert Kemp
Bygging nýs húss í gömlum stíl er langt komin á Fáskrúðsfirði. Það er Minjavernd sem byggir húsið sem þjóna á sem stækkun gistiaðstöðu við húsnæði Fosshótela sem rekið er í Franska spítalanum og tengdum húsum.

Bygging nýs húss í gömlum stíl er langt komin á Fáskrúðsfirði. Það er Minjavernd sem byggir húsið sem þjóna á sem stækkun gistiaðstöðu við húsnæði Fosshótela sem rekið er í Franska spítalanum og tengdum húsum.

Minjavernd endurbyggði hinn sögufræga Franska spítala á Fáskrúðsfirði og þrjú önnur hús. Meginhluti húsnæðisins var leigður Íslandshótelum sem opnuðu þar hótel undir merkjum Fosshótela fyrir tveimur árum. Fjarðabyggð leigir hluta af einu húsanna fyrir safn.

Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir að þegar húsin voru leigð til hótelrekstrar hafi verið vitað að þar kæmust ekki fyrir nægilega mörg herbergi til að gera eininguna vel rekstrarhæfa. „Við leituðum hófanna í nærumhverfinu en ekki tókst að fá hentugt hús. Niðurstaðan var að reisa þessa viðbyggingu.“

Húsið rís á lóð sem áður var bensínstöðvarplan og fyllir því í skarð sem var í götumyndinni. Húsið er sjálfstætt en er næsta hús við Franska spítalann. Það er úr steinsteypu en tekur form sitt og stærð af húsunum í kring. Í því verða rúmlega 20 gistiherbergi og er áætlað að afhenda það til rekstrar í byrjun júní. Í hótelinu verða þá alls um 50 herbergi, að sögn Þorsteins.

Bygging hússins mun kosta upp undir 300 milljónir með virðisaukaskatti. Heildarfjárfesting Minjaverndar í verkefninu á Fáskúðsfirði verður þá komin yfir milljarð, þegar tekið hefur verið tillit til endurgreiðslu virðisaukaskatts.

helgi@mbl.is