Mótmæli Gylfi Arnbjörnsson fylgist með „uppsögn Gylfa Arnbjörnssonar“.
Mótmæli Gylfi Arnbjörnsson fylgist með „uppsögn Gylfa Arnbjörnssonar“. — Morgunblaðið/Golli
Um tíu mótmælendur komu síðdegis í gær saman fyrir utan skrifstofur ASÍ en þar flutti leikari táknræna uppsagnarræðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.

Um tíu mótmælendur komu síðdegis í gær saman fyrir utan skrifstofur ASÍ en þar flutti leikari táknræna uppsagnarræðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ. Samkvæmt tilkynningu aðstandenda mótmælanna á Facebook er honum ekki lengur sætt í embætti vegna tengsla sinna við aflandsfélag á Tortóla og hagsmunagæslu fyrir „arðræningja og kapítalista“.

Þvertekur fyrir misferli

Nafn Gylfa kemur fyrir í hinum svokölluðu Panamaskjölum í tengslum við stjórnarsetu hans í Eignarhaldsfélagi Alþýðubankans, sem fjárfesti m.a. í félaginu Hugviti (seinna GoPro/Landsteinar). Um aldamótin var ákveðið var að stofna félag, sem Gylfi stofnaði ásamt stjórn Hugvits í Lúxemborg utan um kauprétti starfsmanna þess, sem greiddu svo skatta af þeim í sínum heimalöndum. Tengingin við Tortóla er sú að félagið í Lúxemborg var stofnað af einstaklingum á Tortóla en ekkert varð úr þessum hugmyndum um kauprétti og var félagið lagt niður.