Flautuleikari Emilía Rós Sigfúsdóttir heillaðist ung af konserti Ibert.
Flautuleikari Emilía Rós Sigfúsdóttir heillaðist ung af konserti Ibert.
Emilía Rós Sigfúsdóttir verður einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30.

Emilía Rós Sigfúsdóttir verður einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30.

„Emilía Rós er glæsilegur fulltrúi yngri kynslóðarinnar í íslenskum flautuheimi og nýlega fékk hún frábæra dóma í hinu virta tónlistartímariti Gramophone fyrir geisladisk sinn Protrait sem kom út á liðnu ári,“ segir í tilkynningu.

Á tónleikunum flytur hún flautukonsert Jacques Ibert, sem er þekktasta verk tónskáldsins auk þess sem sveitin flytur rapsódíu eftir Ravel og 8. sinfóníu Dvorak.

„Ég kynntist konsertinum fyrst 11 ára gömul og var þá strax staðráðin í að ná tökum á þessum glæsilega flautukonserti sem hefur fylgt mér allar götur síðan. Ég eignaðist nóturnar fljótlega eftir það og æfði konsertinn fram og til baka í nokkur ár. Á endanum hlotnaðist mér sá heiður að fá að flytja hann með Sinfóníuhljómsveit Trinity-tónlistarskólans í London í einleikarakeppni skólans árið 2004,“ er haft eftir Emilíu Rós í tilkynningunni.

Hljómsveitarstjóri kvöldsins er Antonio Méndez sem nýlega vann önnur verðlaun í Nikolai Malko-keppni ungra hljómsveitarstjóra í Kaupmannahöfn. Á undan tónleikunum kynnir Sigurður Ingvi Snorrason efnisskrána á tónleikakynningu Vinafélagsins í Hörpuhorni kl. 18.