Verkefni Varðskipið Þór með flutningaskipið Hoffell í togi fyrr í vetur.
Verkefni Varðskipið Þór með flutningaskipið Hoffell í togi fyrr í vetur. — Morgunblaðið/Eggert.
Varðskipið Þór fer utan í dag áleiðis til Póllands í viðhald. Auðunn Friðrik Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að um hefðbundið viðhald sé að ræða sem skipið þurfi að fara í á fimm ára fresti.

Varðskipið Þór fer utan í dag áleiðis til Póllands í viðhald. Auðunn Friðrik Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að um hefðbundið viðhald sé að ræða sem skipið þurfi að fara í á fimm ára fresti. Von er á Þór aftur til landsins í byrjun júní.

Að sögn Auðuns mun varðskipið Týr gegna gæsluhlutverkum Þórs á meðan. Áhöfn fylgir skipinu til Póllands og síðan aftur heim. Meðan á viðhaldi stendur verða 2-3 tæknimenn að störfum í slippnum ytra.

Þór verður málaður hátt og lágt og farið yfir véla- og tækjabúnað til að halda skipinu starfandi samkvæmt gildandi reglugerðum.