Ferðalag Daði Guðbjörnsson lítur á verk sín sem ferðalag þar sem horft er inn á við.
Ferðalag Daði Guðbjörnsson lítur á verk sín sem ferðalag þar sem horft er inn á við.
Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður opnar sýningu í dag kl. 17 í Galleríi Gróttu. Á sýningunni kannar Daði nýjar lendur málaralistarinnar þar sem hann vinnur með kunnugleg tákn úr verkum sínum á ljósmyndir af þekktum sem óþekktum kennileitum, skv.

Daði Guðbjörnsson myndlistarmaður opnar sýningu í dag kl. 17 í Galleríi Gróttu. Á sýningunni kannar Daði nýjar lendur málaralistarinnar þar sem hann vinnur með kunnugleg tákn úr verkum sínum á ljósmyndir af þekktum sem óþekktum kennileitum, skv. tilkynningu. Sýningin nefnist Ferð andans í frumskógi efnisins og tengir listamaðurinn lífið saman við ferðalag sem hefur það að markmiði að ná áfangastað sem er hvorki fyrirsjáanlegur né auðfundinn. „Daði lítur á verk sín sem ferðalag þar sem horft er inn á við og hann eftirlætur áhorfandanum að upplifa slíkt hið sama,“ segir um sýninguna í tilkynningu.

Daði nam myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Rijksakademi van Beldende Kunsten í Amsterdam. Hann hefur haldið fjölda samsýninga og einkasýninga.