— AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er ekki ódýrt að koma upp samfélagsmiðili. Það útheimtir heilmikla fjárfestingu í markaðsstarfi, hæfileikafólki og tækni. Eitt það mikilvægasta er þó ókeypis: efnið sem kemur frá notendunum.

Það er ekki ódýrt að koma upp samfélagsmiðili. Það útheimtir heilmikla fjárfestingu í markaðsstarfi, hæfileikafólki og tækni. Eitt það mikilvægasta er þó ókeypis: efnið sem kemur frá notendunum. Eftir því sem fleiri bætast við, því fjölskrúðugra verður efnið, sem laðar að enn fleiri notendur. Þessi vaxandi hringrás laðar að auglýsingafjármagnið sem greiðir svo til baka fjárfestinguna vegna uppbyggingarinnar.

Fyrir Twitter, eða öllu heldur hluthafa fyrirtækisins, er ekki nóg að hafa 300 milljón notendur á heimsvísu. Hlutabréf félagsins hafa lækkað um þriðjung frá því þau fóru á markað árið 2014. Nú er orðið ljóst að miðillinn mun ekki komast nálægt þeim 1,1 milljarði notenda sem Facebook státar af. Twitter hefur nú brugðist við með því að selja sál sína og upplýsti fyrr í vikunni að fyrirtækið hygðist fara að greiða fyrir efni. Ameríska fótboltasambandið, National Football Leage (NFL), sem heldur utan um þá íþrótt sem fær mest áhorf í Bandaríkjunum, hefur tilynnt að á næsta leiktímabili verði 10 af 16 fimmtudagsleikjum sambandsins streymt á Twitter.

Það væri eðlilegt að álykta sem svo að Twitter hefði ofgreitt fyrir samninginn. Kvittur er á kreiki um að þungaviktarfyrirtæki á borð við Facebook, Amazon og Verizon hafi líka boðið í sýningarréttinn. Því kemur á óvart að Twitter greiddi einungis 10 milljónir dala fyrir almennan sýningarrétt .

Leikirnir eru þegar sýndir í sjónvarpi og á áskriftarstöðvum, sem bjóða líka upp á stafrænar útsendingar (að viðbættum öðrum samningi við Verizon fyrir notendur farsímaþjónustu). Sjónvarpsstöðvarnar CBS og NBC, sem borguðu 450 milljónir dala fyrir sýningarréttinn, munu selja nærri allt auglýsingaplássið sem er í boði, sem takmarkar hve miklar beinar tekjur Twitter getur aflað sér.

Jafnvel þó að tekjumöguleikarnir séu takmarkaðir, dregur lágur kostnaðurinn úr tapsáhættu Twitter. Árið 2014 nam samanlagt tap af rekstrinum 521 milljón dala, miðað við hefðbundnar reikningsskilavenjur. Twitter hefur alltaf staðið best að vígi þegar kemur að atburðum sem eru að gerast þá stundina og gerast á miklum hraða. Auk 300 milljón virkra notenda, kveðst Twitter vera með 500 milljón notendur að auki sem nota miðilinn án þess að skrá sig inn.

NFL leikur sem streymt var í gegnum Yahoo á síðasta leiktímabili laðaði að 1,4 milljón áhorfenda á mínútu. Sú hóflega tala var, að því er virðist, ekki nógu há til að gera stóru miðlana áhugasama. Twitter virðist aftur á móti tilbúið til að sætta sig við vallarmark í stað snertimarks.