Borgarstjórn Átta konur og sjö karlar eru nú borgarfulltrúar.
Borgarstjórn Átta konur og sjö karlar eru nú borgarfulltrúar. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Átta konur og sjö karlar sitja nú sem borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir tók við sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af Júlíusi Vífli Ingvarssyni, sem sagði af sér sem borgarfulltrúi á síðasta fundi...

Átta konur og sjö karlar sitja nú sem borgarfulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur í kjölfar þess að Hildur Sverrisdóttir tók við sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af Júlíusi Vífli Ingvarssyni, sem sagði af sér sem borgarfulltrúi á síðasta fundi borgarstjórnar. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Reykjavíkurborgar sem konur skipa meirihluta í borgarstjórn. Á þessu kjörtímabili hafa tveir borgarfulltrúar, Björk Vilhelmsdóttir og Júlíus Vífill, beðist lausnar úr borgarstjórn til loka kjörtímabilsins í samræmi við ákvæði 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga, samkvæmt upplýsingum Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar. Þegar Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, fór í fæðingarorlof tók Gréta Björg Egilsdóttir varaborgarfulltrúi við sæti hennar en í febrúar síðastliðnum baðst hún tímabundið lausnar úr borgarstjórn og fór í ársleyfi af persónulegum ástæðum. Tók þá Jóna Björg Sætran sæti hennar. omfr@mbl.is