Loft Loftmengun eykst í þurrviðri.
Loft Loftmengun eykst í þurrviðri.
Magn svifryks mældist yfir heilsuverndarmörkum á loftgæðastöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Grensásveg 31. mars og síðastliðna þrjá daga, 4.-6. apríl. Mest mældist hálftímameðaltal á stöðinni eftir kl. 18 föstudaginn 31. mars.

Magn svifryks mældist yfir heilsuverndarmörkum á loftgæðastöð Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Grensásveg 31. mars og síðastliðna þrjá daga, 4.-6. apríl. Mest mældist hálftímameðaltal á stöðinni eftir kl. 18 föstudaginn 31. mars. Þá var styrkurinn 662 míkrógrömm á rúmmetra samkvæmt upplýsingum á vef Reykjavíkurborgar, en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.

Frá mánudegi hefur styrkurinn mælst mestur síðdegis á bilinu 70-200 míkrógrömm.

Áfram mikil mengun

Samkvæmt tilkynningu frá borginni er talin hætta á aukinni svifryksmengun samfara því að spáð er hægum vindi og lítilli úrkomu næstu daga. Mest ber á henni við umferðaræðar á álagstímum en mun minna mælist af slíkri mengun í íbúðarhverfum og utan álagstíma.

Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum í rauntíma á vef Reykjavíkurborgar. bso@mbl.is