Höfundarnir Gunnar Hersveinn og Friðbjörg.
Höfundarnir Gunnar Hersveinn og Friðbjörg.
Gunnar Hersveinn og Friðbjörg Ingimarsdóttir blása til teitis í tilefni af útkomu bókar sinnar Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni kl. 17 í dag í Pennanum Eymunsson í Austurstræti.

Gunnar Hersveinn og Friðbjörg Ingimarsdóttir blása til teitis í tilefni af útkomu bókar sinnar Hugskot – skamm-, fram- og víðsýni kl. 17 í dag í Pennanum Eymunsson í Austurstræti. Bókin fjallar um gagnrýna hugsun, flokkanir, staðalímyndir, fordóma, jafnrétti, friðarmenningu og borgaravitund. Í bókinni sem er skrifuð sem handbók fyrir alla þá sem vilja taka þátt í baráttunni fyrir betra samfélagi er hugtakið gagnrýninn borgari tekið til skoðunar, en í því felst að kunna skil á mannréttindum, vera læs á samtímann og þora að mótmæla. Höfundarnir leitast við að veita lesendum aðgang að verkfærum og læsi á miðlum, sem nýtast til að greina sitt eigið hugskot, myndir texta og áróður.

Iðnú gefur bókina út.