Tilapía er vinsæll fiskur erlendis, þykir bragðgóð og auðvelt að rækta.
Tilapía er vinsæll fiskur erlendis, þykir bragðgóð og auðvelt að rækta. — Ljósmynd / Wikipedia - Greg Hume (CC)
Auðlindin Vísindamenn við Columbia-háskóla og Háskólann í Tel Aviv hafa náð að einangra og lýsa veiru sem gert hefur óskunda í tilapíustofnum víða um heim.

Auðlindin Vísindamenn við Columbia-háskóla og Háskólann í Tel Aviv hafa náð að einangra og lýsa veiru sem gert hefur óskunda í tilapíustofnum víða um heim. Veiran hefur valdið miklum afföllum í tilapíuveiðum og -eldi undan ströndum Ísraels, Ekvador og Kólumbíu og hafa greinst merki þess að veiran sé farin að dreifa sér á fleiri stöðum.

Veiran kallast á ensku tilapia lake virus (TiLV) og á stöðum eins og Ísrael varð sýkingin til þess að tilapíuveiðar og -eldi drógust saman um allt að 85%. Tilapía er vinsæll eldisfiskur, þykir auðveld í ræktun og ekki viðkvæm fyrir sýkingum. Í tilkynningu frá Columbia-háskóla segir að tilapíuiðnaðurinn velti um 7,5 milljörðum dala árlega og er tegundin mikilvæg fyrir fæðuöryggi fólks víða um heim.

Hefur komið í ljós að veiran er óvenjuleg fyrir margra hluta sakir og skyldust ákveðnu afbrigði inflúensuveiru.

Nú þegar tekist hefur að einangra veiruna verður auðveldara að leita leiða bæði til að hefta frekari útbreiðslu og þróa bóluefni.

ai@mbl.is