Úttekt á vegum Hafnarfjarðarbæjar á efnahagslegum áhrifum af starfsemi álversins í Straumsvík á bæjarfélagið hefur reynst viðameiri og tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ákveðið var í bæjarstjórn seint á síðasta ári að ráðast í úttektina.

Úttekt á vegum Hafnarfjarðarbæjar á efnahagslegum áhrifum af starfsemi álversins í Straumsvík á bæjarfélagið hefur reynst viðameiri og tímafrekari en upphaflega var gert ráð fyrir. Ákveðið var í bæjarstjórn seint á síðasta ári að ráðast í úttektina. Fyrir um mánuði var síðan gert ráð fyrir að úttektin yrði tilbúin 24. mars og stóð þá til að taka hana fyrir á bæjarráðsfundi. Af því varð þó ekki. Í gær fengust þau svör á skrifstofu bæjarins úttektin væri enn ekki tilbúin. „Það er verið að vinna ítarlegri upplýsingar og afla allra viðeigandi gagna. Ferli við gagnaöflun er að taka mun lengri tíma en við höfðum ráðgert,“ segir í svari við fyrirspurn blaðsins. omfr@mbl.is