2:0 Julian Draxler og Zinedine Zidane voru missáttir í gærkvöldi.
2:0 Julian Draxler og Zinedine Zidane voru missáttir í gærkvöldi. — AFP
Segja má að úrslitin í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi hafi verið nokkuð óvænt. Stórliðið Real Madrid mátti sætta sig við 2:0 tap fyrir Wolfsburg eftir að hafa unnið Barcelona á útivelli í spænsku deildinni á laugardaginn.

Segja má að úrslitin í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi hafi verið nokkuð óvænt. Stórliðið Real Madrid mátti sætta sig við 2:0 tap fyrir Wolfsburg eftir að hafa unnið Barcelona á útivelli í spænsku deildinni á laugardaginn. Í París áttu líklega flestir von á sigri PSG en þar náði Manchester City 2:2 jafntefli og á því góða möguleika á því að komast áfram með góðri frammistöðu á heimavelli í síðari leiknum.

Hinn 22 ára gamli Julian Draxler stal á vissan hátt senunni í liði Wolfsburg en hann átti þátt í báðum mörkunum. Draxler kom til Wolfsburg á síðasta degi félagaskiptatímabilsins síðasta sumar og þá til að taka við af Kevin De Bruyne sem fór til Manchester City. Mörkin komu snemma leiks en Ricardo Rodriguez skoraði úr vítaspyrnu á 18. mínútu og Maximilian Arnold bætti við marki á 25. mín.

Zlatan Ibrahimovic lét Joe Hart verja frá sér víti í París en skoraði fyrra mark PSG á 41. mínútu. Adrien Rabiot skoraði seinna mark PSG á 59. mínútu. Áðurnefndur De Bruyne kom City yfir á 38. mínútu og Fernandinho jafnaði 2:2 á 72. mínútu. kris@mbl.is