Sýningarstjóri Guðrún Pálína Guðmundsdóttir veitir leiðsögn í dag.
Sýningarstjóri Guðrún Pálína Guðmundsdóttir veitir leiðsögn í dag. — Morgunblaðið/Skapti
Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, um samsýninguna Sköpun bernskunnar 2016 í dag kl. 12.15.

Boðið verður upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, um samsýninguna Sköpun bernskunnar 2016 í dag kl. 12.15. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi og sýningarstjóri, tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og er aðgangur ókeypis.

Sýningin er sú þriðja undir heitinu Sköpun bernskunnar og er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun allra skólabarna, á aldrinum tveggja til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru börn, starfandi listamenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi.