Litirnir á nýju fartölvunni eru óvenjulegir með blöndu af svörtu og kopar.
Litirnir á nýju fartölvunni eru óvenjulegir með blöndu af svörtu og kopar.
Græjan Tölvuframleiðandinn HP gengur svo langt að segja að HP Spectre 13 sé besta fartölvan sem fyrirtækið hefur smíðað, og líka sú þynnsta sem framleidd hefur verið til þessa. Tölvan er ekki nema 10,4 mm á þykkt og lauflétt í ofanálag, rúmlega 1,11 kg.

Græjan Tölvuframleiðandinn HP gengur svo langt að segja að HP Spectre 13 sé besta fartölvan sem fyrirtækið hefur smíðað, og líka sú þynnsta sem framleidd hefur verið til þessa. Tölvan er ekki nema 10,4 mm á þykkt og lauflétt í ofanálag, rúmlega 1,11 kg.

Tækniblaðamenn halda vart vatni yfir tölvunni og þykir hönnunin einkar vel heppnuð. Þykir sumum að tækið minni jafnvel á skartgrip. Til að auka lúxusinn eru hátalarnir frá Bang & Olufsen og þá hefur HP látið hanna línu af mjög smekklegum aukahlutum á borð við leðurvasa og leðurtösku sem smellpassa við tölvuna.

Farin var ný leið við hönnun kælikerfisins svo að þessi netta tölva getur notað kröftugri örgjörva en ella án þess að ofhitna. Undir húddinu er Core i5 örgjörvi og 8 GB vinnsluminni. Rafhlaðan á að duga í allt að 9,5 klukkustundir.

Þrátt fyrir að vera bæði nett og öflug er tölvan nokkuð hóflega verðlögð. Vestanhafs er kominn 1.170 dala verðmiði á tækið. ai@mbl.is