Úlfur Úlfur Rapptvíeykið heldur tónleika í Sjallanum á dagskrá AK Extreme.
Úlfur Úlfur Rapptvíeykið heldur tónleika í Sjallanum á dagskrá AK Extreme. — Morgunblaðið/Eggert
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme hefst í dag á Akureyri og stendur til og með 10. apríl.
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme hefst í dag á Akureyri og stendur til og með 10. apríl. Hátíðin verður haldin Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar, í Gilinu og Sjallanum, og hápunktur hennar verður Big Jump/Gámastökks keppni Eimskips í gilinu á laugardagskvöld kl. 21. Annað kvöld og laugardagskvöld verða tónleikar á dagskrá hátíðarinnar í Sjallanum og koma þar fram Agent Fresco, Gísli Pálmi, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, dj Flugvél og geimskip, Kött Grá Pjé, Sturla Atlas, Auður, GKR og Aron Can. Miðasala á tónlistarviðburði AK Extreme fer fram á tix.is, Verslun Eymundsson á Akureyri og Mohawks í Kringlunni og á Glerártorgi.