Móð og másandi Þórhildur tilkynnti byltingu.
Móð og másandi Þórhildur tilkynnti byltingu.
Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, boðaði í fréttatímanum á þriðjudeginum að bylting væri hafin. Nokkur hundruð manns voru þá á leiðinni í Valhöll að mótmæla.

Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona Stöðvar 2, boðaði í fréttatímanum á þriðjudeginum að bylting væri hafin. Nokkur hundruð manns voru þá á leiðinni í Valhöll að mótmæla. „Ég er hér móð og másandi að eltast við mótmælendur og það er augljóst að byltingin er hafin – það er bara þannig. Fólk er brjálað.“

Þórhildur er góð fréttakona en þarna átti hún ekki sína bestu stund, hlaupandi á eftir mótmælendum, öskrandi í hljóðnemann. Það er ekki gott sjónvarp að öskra í hljóðnemann. En móð og másandi skipti hún yfir á sjálfa sig þar sem hún fór yfir atburði þriðjudagsins og þar var allt annað að sjá hana. Fas hennar og framkoma var þar til fyrirmyndar. Auðvitað var margt að gerast en hún var með sína yfirmenn í eyranu og þeir hefðu auðvitað átt að stoppa þetta brölt hennar.

Eftir boðaða byltingu skipti ég á RÚV sem var í beinni frá Valhöll og þar var nú bara byltingin búin, nánast allir farnir heim að borða. Meira að segja borðaði einn sinn banana í beinni. Það fannst mér fyndið.

En einn stór feill í öllum þessum þriðjudegi er alveg fyrirgefinn. Fréttamenn stóðu vaktina vel þennan dag og skiluðu sínu hlutverki til landsmanna.

Benedikt Bóas

Höf.: Benedikt Bóas