Vefsíðan Atburðir síðustu daga og vikna hafa heldur betur minnt heimsbyggðina á að viðkvæm gögn eru vandmeðfarin og að allt sem er rafrænt getur lekið með einum músarsmelli.

Vefsíðan Atburðir síðustu daga og vikna hafa heldur betur minnt heimsbyggðina á að viðkvæm gögn eru vandmeðfarin og að allt sem er rafrænt getur lekið með einum músarsmelli. Fyrirtæki jafnt sem einstaklingar þurfa að fara að taka öryggismálin alvarlega, og geta ekki leyft sér lengur að vona bara það besta.

Einn besti staðurinn til að hefja öryggistiltektina er tölvupósturinn. Þangað rata ófá viðkvæm gögn, hvort sem það eru viðskiptaleyndarmál, lykilorð, bankaupplýsingar eða jafnvel stöku rómantískt skeyti.

Þeir sem til þekkja vilja meina að með öllu óviðunandi sé að nota frípóstþjónustur eins og Gmail og Hotmail. Meira þurfi til ef gögnin eigi að vera nægilega örugg.

ProtonMail.com er tölvupóstþjónusta sem leggur ofuráherslu á öryggið og er pósturinn margvarinn. Þeir sem reka fyrirtækið hreykja sér af því að hýsa öll gögn í Sviss, þar sem ströng persónuverndarlög eru í gildi, og að auki eru tölvustæður ProtonMail geymdar í sprengjubyrgi djúpt undir granítfjalli. Eitt lykilorð þarf til að opna póstinn og annað til að opna dulkóðunina sem er á öllum sendingum inn og út. Jafnvel ef óprúttinn aðili kæmist í pósthólfið gæti hann því ekki gert neitt við gögnin sem þar er að finna.

Er hægt að stofna frían aðgang og ekki þarf að gefa upp nafn eða önnur auðkenni til að byrja að nota póstinn. ai@mbl.is