Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga 10 aðildarfélaga BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga lauk á þriðjudag. Niðurstaðan varð sú að öll félögin samþykktu samningana með miklum meirihluta atkvæða eða á bilinu 80 til 94,6%.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga 10 aðildarfélaga BHM við Samband íslenskra sveitarfélaga lauk á þriðjudag.

Niðurstaðan varð sú að öll félögin samþykktu samningana með miklum meirihluta atkvæða eða á bilinu 80 til 94,6%.

Um er að ræða Dýralæknafélag Íslands, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Fræðagarð, Iðjuþjálfafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Þroskaþjálfafélag Íslands.

Samningarnir voru undirritaðir 21. mars sl. en þá höfðu félögin verið samningslaus í meira en hálft ár. Þeir gilda afturvirkt frá 1. september 2015 til 31. mars 2019.