Fjóla Rut Svavarsdóttir
Fjóla Rut Svavarsdóttir
Afturelding tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki þegar liðið vann Stjörnuna öðru sinni í undanúrslitum í þremur hrinum í Ásgarði í Garðabæ, 25:19, 25:22 og 25:12.

Afturelding tryggði sér í gærkvöldi sæti í úrslitum Íslandsmóts kvenna í blaki þegar liðið vann Stjörnuna öðru sinni í undanúrslitum í þremur hrinum í Ásgarði í Garðabæ, 25:19, 25:22 og 25:12.

Spenna var í annarri hrinu en í fyrstu og þriðju var greinilegur getumunur á liðunum. Afturelding var fimm stigum undir, 22:17, í annarri hrinu en skoraði átta síðustu stigin. Nuria Ferreiro skoraði 13 stig fyrir Mosfellinga og Fjóla Rut Svavarsdóttir 10. Erla Rán Eiríksdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni með 11 stig og Elsa Sæný Valgeirsdóttir skoraði 9.

Meiri spenna var í viðureign Þróttar úr Neskaupstað og HK. Þegar blaðið fór í prentun var staðan jöfn, hvort lið hafði unnið tvær hrinur. HK vann fyrsta leikinn naumlega, 3:2. iben@mbl.is