Mælingar Margir hafa nýtt sér heilsufarsmælingarnar.
Mælingar Margir hafa nýtt sér heilsufarsmælingarnar. — Morgunblaðið/Kristinn
Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja koma í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun, helgina 16. og 17. apríl kl. 11-15, í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 í Reykjavík.

Hjartaheill og SÍBS bjóða öllum sem vilja koma í ókeypis mælingu á blóðþrýstingi, blóðsykri, blóðfitu og súrefnismettun, helgina 16. og 17. apríl kl. 11-15, í SÍBS-húsinu, Síðumúla 6 í Reykjavík.

Fram kemur í tilkynningu, að heilsufarsmælingar séu árlegur viðburður en síðast hafi ríflega 700 manns mætt í mælingar og reyndust um 60% þeirra með of háan blóðþrýsting. Þar af mældust 43 einstaklingar á hættusvæði og var þeim bent á að snúa sér til læknis.

Nemar í hjúkrunar-, matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands og sjúkraliðanemar úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti munu framkvæma mælingarnar ásamt starfsfólki Hjartaheilla og SÍBS. Opið er frá kl. 11 til 15 bæði laugardag og sunnudag. Ekki verður hægt að panta tíma í mælingu fyrirfram. Heilsufarsmælingarnar eru liður í forvarna- og fræðslustarfi SÍBS og Hjartaheilla.