ALM Verðbréf Þorvaldur Makan hefur verið ráðinn til starfa hjá ALM Verðbréfum hf. (ALM) og mun þar starfa sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf. Fram kemur í tilkynningu frá ALM að Þorvaldur Makan hefur starfað m.a. hjá Símanum hf.
ALM Verðbréf Þorvaldur Makan hefur verið ráðinn til starfa hjá ALM Verðbréfum hf. (ALM) og mun þar starfa sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf.

Fram kemur í tilkynningu frá ALM að Þorvaldur Makan hefur starfað m.a. hjá Símanum hf. (2002-2005) og Vodafone hf. (2005-2008) sem viðskiptastjóri og hafi einnig verið ábyrgur fyrir fjárfestingum og stefnumótun fyrir yfirstjórn. Þá starfaði hann hjá skilanefnd Glitnis banka hf. á árunum 2009-2012, m.a. við stýringu og umsjón með lánasöfnum bankans.

Frá árinu 2012 og þar til Þorvaldur hóf störf hjá ALM starfaði hann hjá Privos Capital í Svíþjóð sem framkvæmdastjóri í Evrópu.

Þorvaldur er með próf í viðskiptafræði (BSc.) frá Háskólanum á Akureyri (2002) og lauk meistaragráðu í fjármálum frá Harvard Extension School (2012).