Marcus Rashford
Marcus Rashford
Manchester United er sigurstranglegasta liðið í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu þetta vorið eftir að því tókst að sigra West Ham, 2:1, í endurteknum leik liðanna í átta liða úrslitunum í London í gær.

Manchester United er sigurstranglegasta liðið í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu þetta vorið eftir að því tókst að sigra West Ham, 2:1, í endurteknum leik liðanna í átta liða úrslitunum í London í gær.

United mætir nú Everton í undanúrslitum á Wembley 23. apríl en daginn eftir mætast Crystal Palace og Watford. Sigurliðin mætast síðan í úrslitaleiknum á þjóðarleikvanginum laugardaginn 21. maí.

Táningurinn Marcus Rashford kom United yfir á 57. mínútu og Belginn hárprúði Marouane Fellaini bætti við marki á 67. mínútu. James Tomkins náði að minnka muninn fyrir West Ham á 79. mínútu en United stóðst pressuna á lokakaflanum.

Manchester United á því áfram möguleika á að jafna met Arsenal í keppninni. Arsenal er sigursælast frá upphafi, hefur unnið hana 12 sinnum, en United kemur næst með 11 bikarsigra. vs@mbl.is